Herpes! Hræðilegt orð en engu að síður bara annað orð yfir frunsu sem orsakast af vírus er kallast Herpes Simplex. Herpes er hræðilega smitandi vírus en þú getur fengið frunsu, eða herpes, með því að komast í snertingu við opið sár á annari manneskju sem er með vírusinn. Þetta þarf ekki að vera flókið. Koss, sopi, gloss eða kynlíf og þú ert í vanda stödd.
Eins og margir vita hefur hvítlaukur einstakan lækningarmátt og getur gert út af við hinar ýmsu pestir á augabragði. Meira að segja hefur hann reynst mörgum vel í baráttunni við frunsur. Það eina sem þú þarft er hvítlauksrif. Hvítlaukur í öllum myndum styrkir ónæmiskerfið, jafnar meltingarflóruna, hefur góð áhrif á hjartað, brisið, “hreinsar” æðakerfið og kemur í veg fyrir hina ýmsu kvilla.
Í hvítlauk er að finna flóknar sameindir; sodium, potassium, selenium, kalk, magnesíum, súlfur, fosfór, C, D og B vítamín og fleira sem gerir líkamanum og ónæmiskerfinu ótrúlega gott. Hvítlaukur kemur jafnframt í veg fyrir margar sveppasýkingar sem gerir hann mikilvæga lækningarjurt á tímum pensilíns en eins og margir þekkja eru sveppasýkingar algengur fylgikvilli pensilín notkunar.
Svona losnar þú við frunsur með hvítlauk:
Skerðu eitt stykki hvítlauksrif í fínar sneiðar. Taktu sneið og þrýstu að frunsunni.
Ef sárið er stórt skaltu gera þetta nokkrum sinnum með nýjum sneiðum af hvítlauk.
Haltu þessu að í um tíu mínútur og skolaðu svo með volgu vatni. Þér mun svíða svolítið en samtímis taka eftir því að það léttir á sársaukanum sem fylgir því að vera með frunsu.
Ef þú ert svo óheppin að hafa fengið frunsu á kynfærin þín þá má nota hvítlaukinn þar líka.
Mjög oft getur þetta virkað svo vel að frunsan byrjar strax að gróa og dreifir ekki meira úr sér. Með því sparar þú fullt af peningum í frunsumeðal (sem kostar jú að minnsta kosti tímakaup liðsmanna VR).
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.