Flestar áhugamanneskjur um svefn vita að nætursvefninn okkar samanstendur af fimm til sex lotum.
Fyrst erum við vakandi, svo dettum við í djúpsvefn en því næst er farið yfir á REM stigið þar sem draumarnir búa. Heill svefnhringur er í um 90 mínútur og er endurtekin nokkrum sinnum á hverri nóttu.
Til að vakna betur og finnast við vera úthvíld er best að láta klukkuna hringja þegar við erum í léttum svefni. Til þess að þetta takist sem best er hægt að láta tæknina hjálpa sér en þú getur meðal annars farið inn á vefinn Sleepyti.me og slegið inn klukkan hvað þú þarft að vakna.
Forritið reiknar út hvenær þú ættir þá helst að sofna til að fá góðan nætursvefn og svo stillir þú klukkuna eftir því.
Athugaðu samt að það reiknar með því að þú sért í 14 mínútur að festa blund en þetta getur auðvitað verið mjög mismunandi á milli manna.
Vinsælt app í Android og iPhone síma er SleepCycle en með því að leggja símann undir koddann nemur forritið hreyfingar þínar og vekur þig svo með mildum hætti þegar þú ert í léttum svefni innan einhvers ákveðins tímaramma.
Með því að nota forritið getur þú fylgst með því hvernig svefninn þinn er og reynt að stilla þig af svo að þér líði sem best.
Það er óþægilegt að eyða heilli nóttu í að reyna að sofa en gera það illa og vakna þreytt. Prófaðu að nota þessar lausnir og sjáðu hvort það hjálpi ekki eitthvað til.
Um slitróttan svefn má lesa hér í grein eftir Guðbjörgu Finns, hér eru 18 magnaðar staðreyndir um svefn og svefnleysi sem Margrét skrifar um og hér skrifar Sveindís Vilborgar um svefnvenjur unglinga.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.