Svefnleysi, bjúgur og lausnir við þeim vanda – Gott í desember!

Svefnleysi, bjúgur og lausnir við þeim vanda – Gott í desember!

svefn_sleepEnn og aftur, við þurfum okkar svefn. Rannsóknir staðfesta enn frekar að nægur svefn stuðli að réttu jafnvægi í orkubrennslu og þannig hefur svefninn mikil áhrif á þyngd.

Áhugavert var að lesa um rannsókn þar sem mælt var hve áhrif fimm daga ófullnægjandi svefn hefur á orkueyðslu. Mælt var nákvæmlega áhrifin.

Við eyðum meiri orku vegna álags um ca 5% en á móti kemur að orkuinntaka er yfirleitt meiri eftir kvöldmat og seint á kvöldin til að mæta orkuleysinu. Við semsagt borðum meira í staðinn.

Þegar upp var staðið þyngdist hópurinn um 470-820 grömm á þessum 5 dögum sem reynt var á ófullnægjandi svefn.

Svefnleysið hefur líka áhrif á líkamsstarfsemina, sú orka sem á að fara í endurnýjun er ekki til staðar og við náum því ekki þeim árangri sem talað er um að gerist í hvíldinni.

Við finnum líka fyrir því að ef vantar upp á svefninn þá erum við í skuld og í þannig ástandi erum við ekki að ná sömu einbeitningu. Við reynum að komast í gegnum daginn á auðveldari hátt með því að hafa minna fyrir matseldinni sem verður til þess að við borðum óhollar. Fyrir utan það þá finnum við fyrir líkamanlegum breytingum á vökvaójafnvægi og sú vanlíðan kemur fram í bjúgmyndun.

1 1/2 bolli vatnsmelónagreen-juice
1 til 2 msk sítrónusafi
1 1/2 cm engifer saxaður vel
1 glas eplasafi
1/8 tsk cayennepipar (hnífsoddi)
1 msk hörfræolíaFullt af klaka og allt sett í blandara og þú finnur góðu áhrifin strax!

Ó já það er þess virði að leggja það á sig að fara snemma sofa og minna sig sífellt á að þannig náum við miklu betri árangri.

Það er svo hressandi að fá sér bragðsterkan drykk sem hefur góð áhrif á líkamann. Stundum veitir okkur ekkert af einum vatnslosandi.

Hvet þig til þess að prófa þennan, tala nú ekki um til þess að vakna! 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest