Enn og aftur, við þurfum okkar svefn. Rannsóknir staðfesta enn frekar að nægur svefn stuðli að réttu jafnvægi í orkubrennslu og þannig hefur svefninn mikil áhrif á þyngd.
Áhugavert var að lesa um rannsókn þar sem mælt var hve áhrif fimm daga ófullnægjandi svefn hefur á orkueyðslu. Mælt var nákvæmlega áhrifin.
Við eyðum meiri orku vegna álags um ca 5% en á móti kemur að orkuinntaka er yfirleitt meiri eftir kvöldmat og seint á kvöldin til að mæta orkuleysinu. Við semsagt borðum meira í staðinn.
Þegar upp var staðið þyngdist hópurinn um 470-820 grömm á þessum 5 dögum sem reynt var á ófullnægjandi svefn.
Svefnleysið hefur líka áhrif á líkamsstarfsemina, sú orka sem á að fara í endurnýjun er ekki til staðar og við náum því ekki þeim árangri sem talað er um að gerist í hvíldinni.
Við finnum líka fyrir því að ef vantar upp á svefninn þá erum við í skuld og í þannig ástandi erum við ekki að ná sömu einbeitningu. Við reynum að komast í gegnum daginn á auðveldari hátt með því að hafa minna fyrir matseldinni sem verður til þess að við borðum óhollar. Fyrir utan það þá finnum við fyrir líkamanlegum breytingum á vökvaójafnvægi og sú vanlíðan kemur fram í bjúgmyndun.
1 til 2 msk sítrónusafi
1 1/2 cm engifer saxaður vel
1 glas eplasafi
1/8 tsk cayennepipar (hnífsoddi)
1 msk hörfræolíaFullt af klaka og allt sett í blandara og þú finnur góðu áhrifin strax!
Ó já það er þess virði að leggja það á sig að fara snemma sofa og minna sig sífellt á að þannig náum við miklu betri árangri.
Það er svo hressandi að fá sér bragðsterkan drykk sem hefur góð áhrif á líkamann. Stundum veitir okkur ekkert af einum vatnslosandi.
Hvet þig til þess að prófa þennan, tala nú ekki um til þess að vakna!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.