Svefn er algjör grunnur að velferð og andlegu jafnvægi en “svefnleysi getur valdið þyngdaraukningu, höfuðverk, háum blóðþrýstingi, sykursýki, þunglyndi, athyglisbrest og veiku ónæmiskerfi” (sjá hér).
Þau sem hafa kynnt sér Feng Shui vita að til að fá sem mest út úr nætursvefninum er mikilvægt að umhverfið sé eins og best er á kosið t.d. eiga rafmagnstæki ekki heima í svefnherberginu og rúmið á að snúa í ákveðna átt o.fl. Hér getur þú lært hvernig beita má Feng Shui á svefnherbergið.
Ég rakst á æðislega falleg svefnherbergi á nokkrum lífstílssíðum. Taktu til í herberginu og farðu snemma að sofa í kvöld. Þú sérð ekki eftir því!
Ef að hvít og björt svefnherbergi henta þér ekki kynntu þér þá Shabby Morocco stílinn – Heimili: Shabby Morocco – Bóhemískt ævintýri!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.