Súkkulaði er æðislegt, það vitum við allar, en hvað ef súkkulaði gerir mann líka gáfaðan?
Nýleg rannsókn hefur sýnt fram á að súkkulaði gæti haft bætandi áhrif á heilastarfsemi með aldrinum, jafnvel eru áhrifin af súkkulaði enn betri en af líkamsræktaræfingum.
Eini gallinn er sá að það þyrfti að borða ofsalega mikið af því. Þú hugsar kannski já, já… Bring it on. En við erum að tala um hrikalega, geysilega, gríðarlega mikið magn. Kíló af kakódufti á dag, eða ef þig myndi frekar langa í nammi, þá svona tuttugu kíló af Twix á dag. Það er kannski soldið mikið?
Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í journal Nature Neuroscience, en vísindamenn frá Columbia University og NYU höfðu gefið fólki á aldrinum 50-69 ára flavínóða úr kakódufti daglega skammta.
Helmingurinn fékk litla skammta og hinn helmingurinn stóra skammta samtals í þrjá mánuði.
Niðurstaðan leiddi í ljós að þau sem fengu stóra kakóskammta voru með betra minni en þau sem fengu litlu skammtana.
Á sama tíma kom á daginn að heilastarfsemi fólksins bættist ekki neitt við að stunda líkamsrækt, sem er hálf dularfullt því flestir hafa viljað halda öðru fram. Hvað sem því líður þá eru auðvitað endalaust margar aðrar góðar ástæður til að stunda líkamsrækt en það skaðar sannarlega ekki að hafa fleiri frábærar ástæður til að borða súkkulaði!!
Njóttu!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.