Við þurfum jafnvægi í lífinu og eitt af því sem við erum að passa að nái ekki tökum á okkur er streita. Streitan er allt í kringum okkur og við komumst ekki hjá því að finna fyrir henni.
Vertu meðvitaður um að forðast streituáhrif og þannig nærðu að komast vel í gegnum álag.
Þegar við erum undir álagi þá eigum við það til að detta í óhollustu, hvort sem er vegna þreytu eða álags í vinnu. Oft verður hitaeiningaríkur matur fyrir valinu og því miður er auðvelt að þyngjast hratt á stuttum tíma.
Til að koma í veg fyrir þetta er mikilvægt að gera sér grein fyrir hverju við getum lent í og finna leið til að vera réttum megin við strikið. Þegar við vitum að vinnuálagið hjá okkur er að aukast þá verðum við að skipuleggja okkur betur og finna leiðir til að koma sem best út úr því.
Skoðaðu þessar aðferðir og sjáðu hvort þær passi fyrir þig:
1. Gerðu þér grein fyrir streitu einkennum eins og kvíða, óróleika og vöðvaspennu.
2. Spyrðu sjálfan þig hvort þú sért svangur/svöng eða er það eitthvað annað?
3. Finndu þér góð verkefni í stað þess að sækja í matinn.
4. Ekki sleppa máltíðum, það verður bara til þess að þú borðir meira þegar þú borðar.
5. Greindu hvaða mat/sælgæti þú sækir í þegar þú ert undir álagi og hafðu það ekki til nálægt þér.
6. Gerðu þér betur grein fyrir hvers vegna þú nærð ekki að taka á móti álaginu á réttan hátt og lærðu inn á þig.
7. Slökunaraðferðir eru góðar gegn álagi. Tími í jóga, vellíðan eða öðrum rólegum tímum geta hjálpað.
8. Slökun heima með ljúfa tónlist í 5-10 mín getur hjálpað mikið.
9. Regluleg þjálfun er streitulosandi.
10. Nægur svefn er lykilatriði, 7-8 tíma svefn.
11. Fáðu stuðning frá fjölskyldu og vinum.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.