Eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég undanfarið verið að fjalla um námskeiðið Stjörnuþjálfun sem er nú í fullum gangi í Hreyfingu…
…Núna er önnur vika er á enda sem þýðir að helmingurinn er búinn af þessu átaki mínu. Á þessum tveim vikum hef ég lært alveg endalaust mikið miðað við hvað ég var glórulaus áður í þessum málum. Til dæmis hef ég lært að það er ekki hættulegt að fara í hópatíma né lyfta lóðum! Eins og ég nefndi fyrir viku þá er Hot Fitness tíminn sem kenndur er í Hreyfingu í algjöru uppáhaldi hjá mér en einn af þessum fjórum hópatímum í Stjörnuþjálfun er einmitt Hot Fitness. Sá tími er bæði krefjandi og reynir vel á líkamann en er á sama tíma ótrúlega þægilegur, kósí og slakandi!
Tíminn er kenndur í sal sem er á bilinu 32-35° heitur. Það er tekur nokkrar mínútur að venjast hitanum en eftir það er líkaminn orðinn heitur, liðugur og slakur. Þá er unnið með litla lóðabolta, jafnvægi og teygjur. Svo er róleg tónlist undir og kósý birta og maður kófsvitnar án þess að vera eitthvað að hamast, fullkominn laugardagstími!
Þótt ótrúlegt megi virðast er takmarki mínu nánast náð eftir aðeins þessar tvær vikur (kílóalega séð)…og ég held að það sé að mestu leyti aðhaldinu að þakka en maður fær mikinn stuðning og reglulega hvatnigu og ráð send í pósti. Það munar mjög miklu að hafa einhvern yfir sér sem leiðbeinir manni og vill, eins og maður sjálfur, sjá einhvern árangur. Svo er maður vigtaður og mældur reglulega þannig að árangurinn ætti ekki að fara á milli mála.
Hér er dæmi um hvatnigu og fróðleik sem Anna, leiðbeinandi námskeiðsins, hefur verið að senda á okkur:
…Það er nefnilega kjarni málsins: lykillinn að því að keyra upp efnaskiptahraða líkamans er vöðvamassi. Vöðvar krefjast meiri orku en fita; því meiri sem vöðvamassinn er í líkama þínum því meiri er hitaeiningaþörf líkama þíns þ.e. þú brennir fleiri hitaeiningum á sólarhring (líka þegar þú sefur!). Rannsóknir sýna að við hver 500 g af vöðvum sem þú bætir við vöðvamassa þinn eykst grunnhitaeininga brennsla þín um u.þ.b. 50 he. á sólarhring. Jafnvel í hvíld er efnaskiptahraði vöðva nær helmingi hraðari en fitu.
Eins og ég talaði um fyrir viku var erfiðast að taka út sykurinn en um leið og það er komið er þetta svo miiiiklu auðveldara! Önnur vika gengið eins og í sögu og sykurlöngunin er 100000 sinnum minni en í fyrri vikunni. Nú fæ ég mér jarðaber eða góðan drykk af matseðlinum í staðin fyrir nammið ef ég er alveg að klepra (nema á laugardögum;)). Ég held að ég hefði ekki getað náð sykrinum og brauðinu út sjálf án hjálpar frá matseðlinum.
Að lokum er hér góð hugmynd að góðum og hitaeiningasnauðum kvöldverði:
- 110 gr lax
- 2 msk teriyaki sósa (í flösku)
- ferskt spínat
- 1 msk ólífuolía
- 100 gr. brún hrísgrjón
Látið fiskinn marinerast í sósunni. Grillið eða steikið hann eftir smekk. Laxinn er svo borin framm með fersku spínati með ólífuolíu og brúnum grjónum.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.