Jæja, nú er fyrsta ‘Stjörnuþjálfun’ námskeiðinu lokið (og annað byrjað) í Hreyfingu. Þetta voru fjórar krefjandi en ótrúlega skemmtilegar vikur sem skiluðu klárlega árangri…
…Námskeiðið byrjaði á vigtun, fitu-, og ummálsmælingu…og því lauk þannig líka þannig að maður fékk að sjá, svart á hvítu, hversu vel maður stóð sig. Ég get ekki annað sagt en að ég sé ánægð með árangurinn. Á þessum fjórum vikum fuku 4,5 sm af bubmunni, 2,5 sm af mjöðmunum, 2 af lærum og 1 sm af upphaldlegg (en samt höfum við verið að lyfta lóðum reglulega!). Svo hafa þrjú kíló fokið og fituprósentan snarlækkað! VEI VEI! Victoria’s Secret runway, here I come! … Kannski ekki alveg – en jæja…
Núna er það bara undir manni sjálfum komið að halda áfram en leiðbeinandi námskeiðsins, Anna Eiríksdóttir, er ekkert nema almennileg og hefur boðist til að ráðleggja útkrifuðum ‘stjörnum’ og vigta og mæla aftur þrátt fyrir að maður hafi lokið námskeiðinu. Ég ætla pottþétt að mæta til hennar aftur eftir mánuð og láta hana mæla mig því mér finnst það vera ein besta hvatningin, þegar einhver annar er að fylgjast með manni.
Ég mæli með þessu námskeiði fyrir allar sem vilja og ÆTLA að ná árangri! Stundum þarf maður bara smá spark í rassinn til að loksins taka á því. Svo er rétt að taka fram að aðstaðan í Hreyfingu er til fyrirmyndar sem skiptir alveg gríðarlega miklu máli. Ef allt er fínt og þægilegt þá nennir maður nefninlega frekar að mæta.
Það eru þessir litlu hlutir sem skipta máli. Svo er allt er til alls í búningskleafanum fyrir pjattrófur (það verður að vera ;)) – stórt snyrtiborð, sturtusápa í sturtunni, góð sléttujárn og pottar og sauna!
Ef ÞÚ hefur áhuga á að skella þér í Stjörnuþjálfun þá getur þú nálgast frekari upplýsingar HÉR.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.