Nú er ÞRIÐJU viku lokið af námskeiðinu Stjörnuþjálfun í Hreyfingu sem þýðir að það er aðeins ein eftir. Þetta hefur verið ótrúlega fljótt að líða en þessar fáu vikur hafa samt skilað góðum árangri…
…Sumar stelpurnar og konurnar ætla að halda áfram á næsta Stjörnu-námskeið því í raun er maður bara rétt að byrja.
Persónulega ætla ég að klára þetta námskeið og halda svo áfram sjálf í ræktinni og reyna að nýta mér allar þær upplýsingar sem ég hef fengið á námskeiðinu. En það sem er svo sniðugt er að maður getur alltaf farið á annað Stjörnu-námskeið seinna því að það skiptir ekki máli hvort maður sé byrjandi eða lengra kominn, námskeiðið snýst nefninlega svolítið um að gera eins og þú getur og leysa verkefnin eins vel og þú getur.
Þessi vika er búin að vera voða ‘næs’ og hressandi. Alltaf er fjölbreytnin í fyrirrúmi þannig að maður verður aldrei leiður. Svo fengum við almennilegt dekur eftir miðvikudagstímann sem var ekki beint leiðinlegt. Við tókum sem sagt almennilegt púl og svo var okkur vísað niður í Blue Lagoon spaið sem er á neðstu hæð Hreyfingar. Þar fengum við herða- og fótanudd, kísilmeðferð, fljótandi djúpslökun og græna og holla drykki. Ekki slæmt!!
Þær sem hafa verið duglegar að mæta á æfingar og fylgja matseðlinum eru greinilega farnar að sjá árangur enda ekki annað hægt ef að maður fylgir fyrirmælunum. Næsta og síðasta vika námskeiðsins verður svo aðeins meira ‘röff’ en þá fáum við svokallaðan VIP-matseðil. Spennandi að sjá hverju hann skilar.
Ég sé sko ekki eftir að hafa skellt mér í þetta námskeið enda hef ég lært endalaust mikið og svo er ég farin að geta gert miklu fleiri en bara þrjár armbeygjur ;).
Þær sem eru eitthvað að spá í að reyna að koma sér í betra og flottara form geta kynnt sér námskeiðið HÉR. Hérna fyrir neðan er svo uppskrift (tekin af uppskriftavef Hreyfingar sem fylgir námskeiðinu) af djúsí og góðum ávatadrykk sem hentar vel sem millimál. Njótið!
Suðrænn frosinn ávaxtadrykkur:
1 tsk kókosmjöl
1 vel þroskuð ferskja, steinlaus
1 vel þroskaður banani, afhýddur
3 msk frosið ananasþykkni
1 bolli muldir ísmolar
Blandið öllu saman í blandara. Þeytið á miklum hraða og berið strax fram. 2 skammtar. Næringargildi í skammti: 110 hitaeiningar.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.