Við vitum að vatnið er besti svaladrykkurinn okkar en stundum erum við bara búin að venja okkur of mikið á að drekka gos og annað sem við getum alveg verið án.
Vatnsdrykkja hefur marga kosti í för með sér. Vatn inniheldur engar hitaeiningar og með því að drekka tvö glös af vatni fyrir máltíð eru meiri líkur á að matarlystin minnki aðeins. Rannsóknir hafa sýnt að vatnsdrykkja hefur jákvæð áhrif á efnaskiptahraða líkamans.
Grænmetissafar innihalda hlutfallslega færri h.e. en ávaxtasafar og eru pakkaðir af næringarefnum og hollustu. Þegar við gerum boost drykki skulum við skoða he magnið sem við fáum og hæglega hægt að nota meira vatn en safa með spínatinu
Grænt te er góður drykkur, inniheldur engar hitaeiningar, er talið mögulega hafa jákvæð áhrif áefnaskiptahraða líkamans og inniheldur andoxunarefni. Mælt er með því að drekka 2 bolla af grænu te daglega.
Kaffi – Ef þú hefur þörf fyrir koffín er kaffi betri kostur en orkudrykkir eða kóladrykkir. Svart kaffi inniheldur engar hitaeiningar og inniheldur andoxunarefni. Rannsóknir hafa sýnt að hófleg kaffidrykkja 2-3 bollar á dag kann að hafa jákvæð áhrif á skap og einbeitingu og getur mögulega dregið úr líkum á sykursýki 2 sem eru góðar fréttir fyrir þá sem drekka kaffið með samvisku.
Helgarnar geta kýlt hitaeininganeyslu okkar upp og því er ekki vinsælt að koma á vigtina á mánudögum. En við getum skipulagt okkur og verið með hugann betur við það sem við ætlum okkur að gera.
Hugsum okkur hvað mikið af hitaeiningum við getum sparað með því að drekka meira vatn og minna af öðru 😉
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.