Helgina 4 – 6 mars er þér boðið í heilandi helgi þar sem Breski Aryuvedic nuddarinn og jógakennarinn Lisa Wise býður konum í einkatíma í Ayruvedic lestri og nudd.
Lisa mun einnig leiða Scoravelli jóga sem er jógatækni sérsniðin að þörfum kvenlíkamans.
Þessi helgi er að hluta til ferðalag inn á við þar sem þögn og kyrrð huga og hjarta leiðir þig dýpra inn í sjálfseflingu og styrkleika. Þetta er heilandi helgarnámskeið fer að mestu fram í þögn, kyrrð og ró.
Lára Marteinsdóttir leiðbeinir í gjörhygli-hugleiðslu æfingum yfir helgina og útbýr dásamlegan mat sem gerir líkamanum gott en á milli hugleiðslustunda verður þátttakendum boðið í einstakan Ayurvedic heilsulestur og nudd hjá fyrrnefndum gestaheilara helgarinnar Lisu Wise.
Nudd og persónuleg olía fyrir þig
Lisa Wise er Scaravelli jógakennari sem er jógatækni sérsniðin að þörfum kvenmannslíkamans, höfuðbeina- og spjaldhryggs meðferðaraðili og hefur sérhæft sig í Ayurvedic heilsufræðum og nuddtækni.
Fyrir Ayurvedic nuddið tekur Lisa stutt viðtal við þátttakendur til að lesa hvaða líkamstýpa þeir eru, (Vata, Pitta eða Kapha).
Eftir viðtalið velur Lisa viðeigandi Ayurvedic jurtir sem hafa vaxið villtar í náttúrunni og setur saman við nuddolíu til að auðvelda huga og líkama að nálgast sitt upprunalega innra jafnvægi.
Halla Himintungl, löggildur maganuddari, býður upp á hreinsandi kínverskt maganudd sem losar um innri tilfinningahnúta, kvíða, vanlíðan, ótta, vantraust ofl. Kínverskt maganudd öðlast sífellt meiri vinsældir í heiminum enda einstök leið til að bæta andlega og líkamlega heilsu.
Vinsamlega athugið þetta námskeið er einungis fyrir konur.
Nánari upplýsingar:
Staðsetning: Eyrarkot í Hvalfirði.
Gisting: Tvær nætur, föstudag og laugardag. Mæting milli 18.30 – 19.30 á föstudegi.
Brottför: 6.mars kl. 12.00 á sunnudegi.
Verð: Verðið er 30.000 krónur og greitt er fyrir námskeið, mat og gistingu. Koma þarf með sængurver og lak eða greiða 1.500 kr. aukalega fyrir uppábúin rúm.
Innifalið 2x morgunverður, 1 x hádegisverður á laug. 1 x kvöldverður á laugardagsdagskvöldi, kínverskt maganudd, persónulegur Ayurvedic lestur, Ayurvedic heilsunudd, jóga og hugleiðsla.
Tilhögun skráningar: Greiða verður gistingu sér og á dagprógram helgarinnar sér. Vinsamlega bókið gistinguna 6.000 kr plús 1.500 kr ef þú vilt uppábúið rúm hjá henni Bergþóru inni á FB síðunni hennar.
Bóka gistingu á þessum link. Restina af þátttökugjaldinu 24.000 kr ber að greiða eigi síðar en 1. mars en hafið samband við Höllu til að ganga frá því. hallahimintungl@gmail.com
Taka með á námskeið: 2 handklæði, jógadýnu, teppi og púða til að sitja á og inniskó.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.