Skyldi vera til töfralausn til að léttast? Ef það væri einhver töfralausn til þá væru allir í kjörþyngd ekki satt?
Það vilja allir trúa á einhverja auðvelda leið til að léttast og þess vegna eru margir til í að prófa eitthvað nýtt sem virðist lofa árangri.
Það er freistandi að kaupa lausnina í dósinni og oft fæ ég spurningar hvort þessi nýja vara eða þessi nýji kúr sé ekki að virka.
Það er alltaf eitthvað nýtt að koma á markaðinn sem á að leysa málið mjög hratt en veistu, það er sama hvað umbúðirnar eru fallegar og fullyrðingar sölumanna vörunnar ýktar, – þá er þetta alltaf skammvinn lausn sem hefur nær aldrei góðar afleiðingar.
Ef við ætlum að fara eftir matarplani til að léttast, verðum við að spyrja okkur eftirfarandi spurninga:
Er þetta öruggt og innan næringarfræðilegra marka?
Er þetta góð næring og mun neyslan á þessari vöru bæta heilsuna mína?
Hef ég gaman af þessu?
Eru þetta matarvenjur sem ég get haldið mig við og get ég gert þetta að nýjum lífsstíl ?
Ef svarið er einhvers staðar nei þá er þetta EKKI þín lausn! Ef þetta hljómar of gott til að vera satt þá er þetta einfaldlega EKKI SATT!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.