Þá er komið að hinum árlega meistaramánuði. 30 daga áskorun fyrir alla að verða meistarar eigin lífs.
Meistaramánuðurinn snýst ekki um að fylla ísskápinn einungis af gulrótum og eplum og stefna á að vera komin í fitness form eftir 30 daga. Þú setur leikreglurnar og fylgir þeim eftir. Markmiðin geta verið margvísleg.
Meistaramánuðurinn er mánuður þar sem við setjum okkur markmið og búum til góðar venjur fyrir alla hina mánuðina.
Nokkrar skemmtilegar áskoranir:
- Vertu jákvæð/-ur
- Búðu um rúmið þitt á hverjum degi
- Lærðu eina góða ömmuuppskrift
- Taktu til í fataskápnum og gefðu fötin sem þú notar aldrei til Rauða Krossins.
- Heimsækja ættingja
- Drekka meira vatn
- Gerðu góðverk
- Eyddu minni tíma á Facebook
Ég hvet alla til að taka þátt. Skráning og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Meistaramánaðar.
Gangi ykkur vel meistarar!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com