Næst þegar þú skutlar þér fyrir framan sjónvarpið eða ferð í bíó, prófaðu að borða snakkið, poppið, nammið með hinni hendinni.
Það sem gerist er að þú brýtur vanann!
Þú verður ef til vill smá klaufsk þegar þú ferð með vinstri hendina í pokann í staðinn fyrir þá hægri (eða öfugt) en þú tekur betur eftir því hvað þú ert að stinga upp í þig, borðar hægar og endar uppi með að borða minna!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.