Hvort sem þú villt ná góðri æfingu eða bara algerri slökun þá er sund frábær kostur…
…Það að synda nokkrar ferðir gerir lúmskt mikið fyrir mann. Þetta er góð brennsluæfing ásamt því að reyna á flesta vöðva líkamans. Góður sundsprettur bætir einnig þol og liðleika. Ekki dónalegt það!
Sund er líka snilld hvort sem það er sumar eða vetur. Á sumrin er frábært að hoppa út í djúpu laugina, kæla sig niður og ná sér í smá freknur og lit, svo er fátt meira kósý á veturna en að liggja í heitum potti og slaka á.
Þá mæli ég klárlega með einni kvöld-sundferð fyrir þá allra stressuðustu. Láta sig fljóta, horfa á stjörnurnar, hlusta á vatnið og láta hugann reika. Það er nú um að gera að nota allar þessar flottu sundlaugar sem eru út um allt land!
Myndirnar fyrir neðan koma úr júlí hefti ‘The Sunday Times Style’ Flott sundföt.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.