[youtube width=”625″ height=”525″]http://youtu.be/xDaYa0AB8TQ[/youtube]
Í gærkvöldi horfði ég á þetta myndband um sykurneyslu í Kanada og Bandaríkjunum og hvernig matvælaiðnaðurinn þar leitast við að stöðva eða kæfa niður rannsóknir vísindamanna sem finna tengingar á milli sykurneyslu og sjúkdóma á borð við sykursýki, alsheimerz, krabbameins og hjartasjúkdóma.
Sykur er nefinlega þvílíkt töfraefni. Það er í raun svipað og heróín, þú getur orðið háð/ur sykri.
Í matvælaiðnaði er leitast við að ná svokölluðu “blisspoint” í bragðið og til þess er sykurinn algerlega ómissandi því ef þú ert einu sinni kominn á bragðið þá langar þig í meira. Hvort sem um er að ræða pylsur, tómatsósu, tómatsúpu, morgunkorn eða næstum hvað sem er, alltaf skal sykri komið að.
Þú finnur varla þá matvöru sem hefur farið í gegnum verksmiðju og er raðað í frysta, kæliskápa og hillur matvöruverslana án þess að í þessu sé að finna miðlungs til mikið magn af sykri.
Ísland er auðvitað engin undantekning frá Bandaríkjunum því við erum meðal feitustu þjóða í heimi.
Íslendingar moka í sig fáránlegu magni af sykri á hverju ári og þá eflaust aðallega í formi sælgætis og gosdrykkja því fáir eru jafn ‘duglegir’ í þessari neyslu og við. Og þá erum við að tala um næstum hreinan sykur.
Við erum feitust allra norðurlandaþjóða og borðum um 60 kíló á mann af sykri á hverju ári.
“Hérlendis eru 57,1 prósent fullorðinna yfir kjörþyngd og 18,6 prósent barna,” segir Jónas Haraldsson í Fréttatímanum.
“Meðal Íslendingurinn innbyrðir kíló af sykri í viku hverri og vel það. Það er með því mesta sem þekkist í heiminum. Náttúrulækningafélag Íslands hefur bent á að neysluhlutfall barna sé jafnvel enn hærra en hjá fullorðnum en samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum borðar leikskólabarn að meðaltali 54 grömm af sykri á dag, yfir 19 kíló af hreinum sykri á ári. Það er rúmlega meðalþyngd fjögurra ára drengja. Þetta gríðarlega sykurmagn er meira en lifrin ræður við. Þegar lifrin fær meira af sykri og sætuefnum en hún getur unnið úr breytir hún sykrinum í fitu.”
ÞETTA ER AUÐVITAÐ EKKI Í LAGI!!
Fólk þarf að bremsa, hætta þessu rugli. Það á ekki að bíða eftir því að offituvandamál byrji að hrjá mann, krabbamein, lifrarbólgur, sykursýki eða aðrir mjög alvarlegir sjúkdómar, til þess að maður hætti þessari vitleysu.
Matur er bestur þegar hann er ferskur. Gosdrykki mætti drekka í mesta lagi einu sinni í viku og þá bara eitt glas. Nammi er í lagi í góðu hófi, ekki daglega.
Fyrir utan auðvitað þetta augljósa, sem er offitan, þá hefur sykurneyslan slæm áhrif á skapsveiflur, þú verður þreyttari, húðin verður verri, þú þrútnar, færð auðveldlega sveppasýkingar því candita elskar sykur og þú veikir þitt eigið ónæmiskerfi. Ef þú ert með adhd skaltu algerlega láta sykurinn eiga sig með öllu. Þetta er bara brot.
Ofneysla sykurs er með öllu slæm fyrir okkur. Á allan hátt. Það er ekkert sem verður betra við sykurneyslu fyrir utan mínútuna þegar þú ert að japla á þessu í munninum. Heilsan, útlitið, þrekið, andlega hliðin… allt þetta verður verra.
Það er hægt að venja sig af sykuráti. Sumir eru það miklir fíklar að það borgar sig fyrir þá að sleppa sælgæti og bakkelsi með ÖLLU. Snerta hann aldrei og ekki í neinni mynd en þá er gott að eiga döðlur, banana og hnetur til að róa sig niður. Sætuefni eins og Stevia eru líka fín. Þú þarft bara að prófa þig aðeins áfram.
Hver og einn þarf að finna sína leið og það er misjafnt hvað við erum háð sykrinum en hér eru greinar sem hún Sigrún okkar skrifaði á sínum tíma um hvernig á að hætta sykurneyslu og þær geta komið að góðu gagni.
Sigrún Þöll losaði sig á sínum tíma við 50 kíló og fékk upp úr því mikinn áhuga á heilsutengdum málum og þá sér í lagi mataræði. Hún viðaði að sér ýmsum fróðleik sem við getum enn notið góðs af. Netið er líka fullt af fróðleik.
- Viltu hætta að borða sykur
- Viltu hætta að borða sykur – vika 2
- Viltu hætta að borða sykur – vika 3
- Viltu hætta að borða sykur – vika 4
Ég vona að sykurfíklar landsins horfi á þessa heimildarmynd og byrji að hugsa málin af mikilli alvöru.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.