Það er engin spurning um það að janúar er aðalmánuðurinn í æfingasalnum.
Þetta er tíminn til að byrja af krafti í upphafi árs. Það er frábært að upplifa andann og kraftinn í öllum að gera breytingar en áhugahvötin getur dvínað og það er því miður of auðvelt að gefast upp!
Til að koma í veg fyrir það er mikilvægt að setja sér markmið, njóta hvatningar frá þjálfara og fá ráðleggingar. Við erum með misjafnar þarfir og því mikilvægt að þú finnir hvað hentar þér.
Settu þér markmið vikulega, t.d.
Ég ætla að ná að drekka 8 glös af vatni á dag
Ég ætla að segja nei við gosi þessa viku
Ég ætla að gera teygjuæfingar á hverjum degi
Ég ætla að gera armbeygjur á hverjum degi
Ég ætla að prófa tveggja daga safahreinsun
Ég ætla að sleppa sælgæti
Það er allt of algengt að við setjum okkur óraunhæf markmið. Við viljum ná árangri sem fyrst og því verða stundum vonbrigði ef fyrstu mælingar sýna ekki þann árangur og við hefðum viljað ná.
Veldu þér eitthvað eitt sem þú setur niður á blað og hefur sýnilegt fyrir þér og jafnvel þjálfara. Þú finnur að þetta gerist mikið fyrr og betur.
Kannski er gott að ákveða ný markmiðið um helgi og byrja á mánudegi? Hvað viltu að gangi betur?
Þú getur þetta og það er gaman að hvetja sig áfram með þessum hætti. Hver ætti að vera þín ástæða fyrir að gefast upp ???
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.