Þann 18. ágúst 2012 munu þúsundir Íslendinga og erlendir hlauparar safnast saman í miðbænum og hlaupa allt frá 3 km upp í heilt maraþon á degi Menningarnætur.
Skráning er hafin í hlaupið og margir eru farnir að huga að því hversu langt þeir eiga að fara, á hvaða tíma og eru hlaupaskórnir farnir að gæjast út úr skápnum.
Á marathon.is er hægt að skrá sig í hlaupið en þann 13. apríl næstkomandi hækkar gjaldið um 1000 kr. þannig að ef þú vilt fá besta dílinn, þá er tækifærið núna.
Ef þú ert ein af þeim sem hefur lengi langað að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en aldrei látið verða af því, þá er sterkasti leikurinn að skrá sig sem fyrst í hlaupið en það er ein mesta hvatningin sem maður setur sér, það er nefnilega erfitt er að skorast undan ef þú ert búin að skrá þig í hlaupið!
Vertu svo dugleg að segja öllum frá því að þú ætlir að fara í hlaupið, dragðu fólk með þér og ekki láta neitt stoppa þig!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.