Pylsur og allskonar unnið kjötálegg hefur verið fastur hluti af mataræði íslendinga árum saman.
Í raun er SS pylsan nánast sameiningartákn þjóðarinnar. Hvað er það eiginlega? Má mögulega breyta þessu?
Við sporðrennum örugglega pylsum í þúsundatali á hverju ári og setjum allskonar kjötálegg á brauðið okkar, og barnanna. Spægipylsur, skinka, rúllupylsa og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu er neitt sérlega gott fyrir líkamann.
Flest allar pylsur og unnið kjötálegg sem er á boðstólnum er verulega hlaðið aukaefnum sem gera líkamanum ekki neitt sérstaklega gott annað en að seðja hugnur.
Salt í gríðarlegu magni, MSG, sodium nitrate og önnur rotvarnarefni, bragðaukandi efni og svo fyllingarefni sem innihalda fitu og kolvetni.
Margir átta sig heldur ekki á því að nútíma vinnsluaðferðir við þessa framleiðslu kalla á að kjötið er hitað upp að því marki að það hefur nánast glatað öllum af þeim fáu næringarefnum sem það innihélt upphaflega. Til dæmis rýrnar próteininnihaldið mjög og í sjálfu sér er þetta ekki að gefa þér mikið.
Ef þig dauðlangar í pylsu skaltu frekar skoða að fá þér annann valkost sem inniheldur ekki nitrate, ónáttúruleg rotvarnarefni og bragðefni.
Til dæmis BULSU en þær eru grænmetispylsur úr íslensku hráefni, s.s. bankabyggi, möndlum, fræjum og fleira gúmmulaði og munu fljótlega fást í Melabúðinni og Frú Laugu en Bulsur eru skemmtilegt nýsköpunarverkefni Svavars Péturs Eysteinssonar, Matís og Nýsköpunarmiðstöðvar.
Lestu meira um þær HÉR og byrjaðu í dag að elska – sjálfa þig 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.