Ég er búin að fletta nýju bókinni minni “Heilsu drykkir” fram og til baka og á ég erfitt með að halda aftur að mér að missa mig ekki í drykkjarframleiðslu.
Í dag prófaði ég drykkinn Sætur, fannst það vera vel við hæfi þar sem mér þykir allt sem er sætt vera svo gott. Einnig átti ég allt inn í ísskáp í drykkinn þannig að það var ekki eftir neinu að bíða.
1 dl appelsínuafi
1 dl möndlumjólk
1 tsk hlynsýróp
2-3 ísmolar
Allt sett í Kitseneidið og á fullan swíng…..
Það sem mér finnst svo frábært við þessa bók er að skammtarnir eru svo passlegir. Þegar ég hef verið að gera mér drykki í blandaranum geri ég alltaf alltof mikið, en með því að fara eftir uppskriftunum í bókinni þá geri ég akkúrat passlegt.
Sætur var sætur og er sætur og verður örugglega líka sjúklega sætur næst þegar ég geri hann, en þar sem mér finnst möndlumjólk svaka góð, þá er sætur málið!
Já! og ég fór í Hagkaup um helgina þar sem Auður Ingibjörg (höfundur bókarinnar) var að blanda drykki handa gestum og gangandi og ég smakkaði Þennan Gula og *mmmm* hann var góður!
Kíktu á heilsukokkur.is til að fá fleiri upplýsingar og uppskriftir.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.