Þessi drykkur er frábær í morgunsárið eða sem millimáltíð yfir daginn…
Hann inniheldur goji, eða úlfaber sem margir telja allra meina bót en þau flokkast meðal annars til svokallaðrar ofurfæðu. Ef þú átt svo smá bláber í frystinum má alveg bæta þeim við líka… namm, namm…
2 dl trönuberjasaft
1 matskeið gojibær
2½ dl frosin jarðarber
2½ dl frosin hindber
1 dl jarðarberjajógúrt
Láttu goji berin liggja í trönuberjasafa í sirka 10 mínútur, blandaðu frosnum berjum með jógúrt og helltu svo safanum útí. Láttu blenderinn ganga í hálfa til eina mínútu. Helltu í stór glös og berðu fram strax.
Einn drykkur er um það bil 150 hitaeiningar.
Skál!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.