Eftir ansi annasama daga síðastliðnar tvær vikur var tankurinn galtómur-veggurinn birtist allt í einu á föstudagsmorgni og ekkert fékk mig til þess að hreyfa mig eða borða hollt, ég vildi bara sofa og slaka á.
Þarna var líkaminn búinn að fá miklu meira en nóg.
Ég er búin að bíða eftir þessu andartaki í dálítinn tíma og hélt að ég væri komin yfir “vegginn” en nei hann kom og hann kom HARKALEGA.
Þennan dag missti ég mig í óhollustu. Borðaði ekki mogunmatinn minn (stór mistök) lagði mig um morguninn og borðaði sykrað mogunkorn í hádegismat, kökur og bakkelsi yfir daginn og grillaði hamborgarinn rann ljúft niður um kvöldið. Ég var ennþá þreytt og fékk mig ekki til þess að hlaupa eða lyfta, leið eins og ég hefði verið á fylleríi þegar leið á kvöldið.
Loksins fékk ég svo ljósaperumómentið. Ég var bara búin að borða sykur og óhollt yfir daginn og ég fann hversu illa það fór í mig, ég er ekki alveg heilög í þessum efnum og fæ mér óhollt af og til en heill dagur í sukki og sætindum lagðist illa í sál og líkama.
Svefnleysið spilar líka stóran þátt í þessu. Ég finn það oft þegar ég er búin að sofa illa og líkaminn kominn á “yfirsnúning” þá sækist ég í sykurinn og óhollustu eða svokallaða “skyndiorku”. Þegar sumarið kemur þá er maður miklu meira úti og á ferðinni og hreyfir sig meira. Þá þýðir ekkert að vera að leggjast í bælið rétt eftir miðnætti – átta tíma svefn er nauðsyn til þess að hlaða batteríin og leyfa líkamanum að hvíla sig eftir átök dagsins.
Hvíldardagurinn er heilagur og nauðsynlegur, alveg sama hvaða vikudegi hann lendir á. Þetta eru sum sé engin eldflaugavísindi-
Borða hollt, kunna sér hóf og fá nægan svefn, ef þetta er í lagi þá verður allt annað í lagi.
Framhald…
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig