Heilsa: Myndræn matardagbók í símann – Two Grand appið er frábært!

Heilsa: Myndræn matardagbók í símann – Two Grand appið er frábært!

twograndÉg er í heilsuátaki þessa dagana, hreyfi mig sex sinnum í viku og passa hvað ég set ofan í búkinn góða.

Hið undursamlega Internet er búið að vera besti vinur minn í þessu átaki en ég hef óspart notað Instagram, Pintrest og Facebook til að fræðast um allskonar æfingar og fá innblástur til að halda mér í forminu, borða rétt, koma mér á staðinn, lyfta þessum lóðum… Do that thang!

Það er nefninlega af nægu að taka á netinu og það er í sjálfu sér efni í annan pistil því hér vil ég bara segja frá Two Grand appinu.

Two Grand er nokkuð nýlega komið á markaðinn en vinsældir þess fara hratt vaxandi.

Appið gæti nefninlega varla verið einfaldara. Þú myndar matinn þinn, allt sem fer ofan í þig ásamt æfingum og í lok dags skrifarðu umsögn og merkir með bros eða fýlukarli.

Höfundur appsins er strákur að nafni Peter. Hann býr í San Fransisco, borðar eiginlega alltaf hrikalega hollan og fallegan mat og hjólar mikið.

Allir sem skrá sig á TwoGrand byrja að elta hann en annars leitar appið uppi fólk sem er af sama kyni og álíka hávaxið og þungt og þú sjálf eða með sömu viðmiðunarþyngd.

Þetta getur verið algjör snilld því þú færð svo margar hugmyndir um hvað er hægt að fá sér í matinn.

Ég hef til dæmis aldrei séð eins mikið af fallegum salötum og á TwoGrand og maturinn sem asísku stelpurnar eru að borða, hmm… hann getur verið ákaflega framandi.

Það er líka mjög gott að sjá myndir af því hvað maður er búin að borða yfir heilan dag. Voru máltíðirnar nógu margar? Drakk ég nóg af vatni? Var maður að fá sér nammi alla daga?

Ég er til dæmis búin að vera hrikalega sjúk í ákveðna tegund af nammi upp á síðkastið og þó að það sé ekki mallað úr hvítum sykri og lakkrís þá er það mjög hitaeiningaríkt sem hægir á því að ég nái markmiðinu fyrir næstu kanaríferð. Verð semsagt að hætta að moka þessu upp í mig. Moka bara um helgar. Að minnsta kosti moka minna.

Ef þú hefur áhuga á mataræði og heilsufæði þá mæli ég með að þú prófir Two Grand.

Þetta gefur manni svo góða yfirsýn yfir hvað maður er að borða á hverjum degi, hvað mætti fara betur, svo ekki sé minnst á hugmyndirnar sem hægt er að fá frá fólki sem er með svipuð markmið.

Two Grand sem þú finnur HÉR virkar bæði í Android og IOS kerfin. Og finndu fleiri pjattrófur líka! Notendanafnið mitt er ‘maggabest’  svo eru það  ‘fanney’ og ‘tinnaeik’ (pjattpennar). 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest