Það er alveg ótrúlegt hvað það skiptir miklu máli að drekka vatn! Vatnsdrykkja er lykilþátturinn í flestu í líkamanum okkar t.d. við aukinni vökvasöfnun í líkamanum þá er vatn aðal galdurinn.
Vatn er líka bara svo hressandi og tala nú ekki um íslenska vatnið! Ég var stödd á Spáni núna fyrr í sumar og ég lýg því ekki hvað ég hlakkaði sjúklega til þess að fá íslenskt vatn!
Talið er að maður eigi að drekka ca. 8 glös af vatni á dag. Maður fer nú létt með að dreifa því yfir daginn. Mér finnst líka snilld að vera bara með brúsa, t.d. eeeelska ég Hello kitty og er með sætan Hello kitty vatnsbrúsa sem ég er alltaf með í skólanum og svona.
Ég byrja daginn yfirleitt alltaf á 1-3 vatnsglösum það kemur brennslunni af stað og er ótrúlega hressandi. Svo bara drekk ég alltaf jafnt og þétt yfir allan daginn. Svo er vatnið líka ótrúlega hreinsandi fyrir húðina svo það er bara svakalegur plús í þessu öllu saman!
Ég viðurkenni það að ég hef ekki alltaf elskað vatn svona rosalega, svo bara vandi ég mig á þetta og drekk núna vatn með poppi og öllu mögulegu 🙂
Það sem ég elska við vatn er það að það kostar ekkert, gerir mér gott og er svo svalandi og góður drykkur!
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.