Ofurfyrirsætan fallega Miranda Kerr er ein sú heilsusamlegasta í bransanum enda þarf hún að standa undir væntingum sem Victoria’s Secret fyrirsæta.
Miranda stundar jóga af kappi og snertir ekki á unnum kjötvörum eða slíku.
Hún er einnig með einkaþjálfara sér við hlið sem hjálpar henni að halda línunum í lagi.
Þá er hún mjög meðvituð um mataræðið og áhugasöm um hverskonar ofurfæðu, til að mynda Maca Rót, kókos-sykur, tamari möndlur, mjög dökkt súkkulaði og sitthvað fleira sem finna má í heilsudeildinni og frá henni Sollu á Gló.
Til að lesa meira um ofurfæðuna sem Miranda Kerr setur í innkaupakerruna sína skaltu smella HÉR.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.