Unnar matvörur hafa verið vinsæl neysluvara meðal nútíma fólks síðustu tvo til þrjá áratugi og jafnvel lengur.
Þessi tegund matvæla sparar okkur oft tíma og svo eru margir sem vilja ekki elda, kjósa því frekar að kaupa frosin mat sem er útbúinn fyrir mann og ekki þarf annað en að setja í örbylgju.
Unninn matur getur einnig stundum verið talsvert ódýr og því eru margir sem velja þennan valkost framyfir annað. Hinsvegar ættu allir að gefa fórnarkostnaðinum gaum því ef þú neytir svona “matvöru” í lengri tíma þá ertu að gera það á kostnað heilsunnar. Lestu hér um kjúklinganagga.
Við vitum það allar að unnar matvörur eru ekki endilega neitt sérlega góðar fyrir heilsuna en á sama tíma virðast allt of margir horfa framhjá þessu, við fáum okkur seríós alla morgna og skellum spægipylsu á brauðið, höfum svo pylsur í kvöldmatinn – spörum kannski nokkrar mínútur á þessu en tökum út af heilsureikningum – og fegurðar auðvitað líka því heilsa og fegurð fara jú saman.
Yfir það heila eru unnar matvörur mjög rýrar í næringargildi, sérstaklega vítamínum og andoxunarefnum en á sama tíma inniheldur slík matvara yfirleitt mikið af hitaeiningum. Sumar “fæðutegundir” innihalda líka efni sem hafa ekkert með náttúruna að gera, eru allt saman bara efni unninn á rannsóknarstofum til að bæta út í það sem við svo setjum í líkamann og margt hefur ekki verið rannsakað til þaula, þá sér í lagi langtímaáhrif.
Erfitt en vel þess virði
Það er auðvitað erfitt að taka alla unna matvöru af matseðlinum en það er ekki erfitt að draga verulega úr slíkri neyslu. Best er að byrja bara á því versta, eins og unninni kjötvöru, erfðabreyttu morgunkorni og gosdrykkjum sem ég ætla að fjalla aðeins um hér.
Það er akkúrat ekkert í gosdrykkjum sem gerir þér gott. Þetta eru tómar hitaeiningar og ekki nóg með það – í gosdrykkjum eru efni sem geta hreinlega verið þér skaðleg en allir sem hafa áhuga á umræðu um heilsu hafa heyrt talað um bæði skaðsemi sykurs sem og “high fructose corn syrup” (HFCS) og sætuefna.
Sýnt hefur verið fram á að HFCS hafi skaðleg áhrif á lifur sem og mjög erfið áhrif á glúkósa í blóði. Jafnvel enn verri en venjulegur sykur og svo slæm eru þessi áhrif að neysla gosdrykkja er talin helsta ástæða þess að bandaríkjamenn glíma við offituvandann. Meira að segja hefur þetta gengið svo langt að reynt hefur verið að banna sölu gosdrykkja í ofurstærðum í New York fylki.
Að auki er sýrumagn gosdrykkja, þá sérstaklega cola drykkja, svo gríðarlega hátt að það ruglar í náttúrulegu jafnvægi líkamans. Þetta veikir ónæmiskerfið okkar mjög og gerir t.a.m krabbameinsfrumum auðveldara fyrir þar sem þær þrífast í súru umhverfi.
Í raun ætti að vera nóg að biðja þig um að hella kókdós niður í klósettið í kvöld og prófa svo að bursta óhreinindi (hlandstein) í burtu í fyrramálið. Jafnvel hörðustu hreinsiefni duga ekki jafn vel og kókið! Það verður skínandi hreint. Þá þekkja flestir það að horfa á barnatönn tærast í glasi af kóki. Svo eyðandi eru áhrifin á frumur mannslíkamans.
Spurning um að draga stórlega úr eða steinhætta kókneyslu? Þú munt ekki sjá eftir því.
Hér er grein sem ég skrifaði um unnið morgunkorn og hér er önnur um unnar kjötvörur.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.