Þegar kemur að mataræðinu getur verið sniðugt að nota einskonar debet/kredit kerfi.
Þetta þýðir að þú ferð í “megrun” annan hvern dag. Nýleg rannsókn gerð á vegum Illinois háskóla í Chicago sýndi fram á að fólk sem borðar 25% færri hitaeiningar annan hvorn dag missti um tíu kílóum meira en hinir sem ekki gerðu þetta á átta vikna tímabili.
Prófaðu þannig að neyta 1.200-1.500 hitaeininga annan daginn og borða svo eins og vanalega þann næsta. Gættu þess bara að ganga ekki of langt á “venjulegu” dögunum og skemma allt fyrir sjálfri þér
– og haltu áfram að hreyfa þig!
![](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2022/06/pjatt.png?resize=100%2C100&ssl=1)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.