Möndlur eru frábært snakk og mjög góðar eftir jólasukkið.
Í aðeins 70 grömmum af þessari ofurfæðu er að finna næstum því alla þína dagsþörf af E vítamínum en líka ríbóflavín, níasín, thiamín, B-6 og fólöt.
Einnig er magnesíum, potassium, kalk, járn, sínk og seleníum í möndlum.
Æðislegur matur sem hægt er að neyta til dæmis með því að bæta þeim í hafragrautinn, ristaðar í salat eða í ofnbakaða eftirrétti, nú eða bara sem lófasnakk.
![](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2022/06/pjatt.png?resize=100%2C100&ssl=1)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.