Möndlur eru frábært snakk og mjög góðar eftir jólasukkið.
Í aðeins 70 grömmum af þessari ofurfæðu er að finna næstum því alla þína dagsþörf af E vítamínum en líka ríbóflavín, níasín, thiamín, B-6 og fólöt.
Einnig er magnesíum, potassium, kalk, járn, sínk og seleníum í möndlum.
Æðislegur matur sem hægt er að neyta til dæmis með því að bæta þeim í hafragrautinn, ristaðar í salat eða í ofnbakaða eftirrétti, nú eða bara sem lófasnakk.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.