Erfiðasti þátturinn í allri þjálfunin er mataræðið. Aginn við að halda út og lofa sjálfri sér að standast freistingar er erfiðastur. Ef okkur mistekst þá er eins og það sé mjög erfitt að standa upp aftur.
Við verðum að gera okkur grein fyrir hvar okkar veikustu timar dags eru og eins ástæður þess hvers vegna við erum að borða. Oft erum við að borða án þess að vera svöng.
Yfireitt er þetta hugsunalaust og fattarinn ekki komin í gang fyrr en komið er af stað.
Þegar við erum í matarboðum getur verið erfitt að stjórna magninu og við gleymum okkur í gleðinni bara af því að matur er fyrir framan okkur. Þú ert í röðinni á kassanum og sérð eitthvað girnilegt. Það eru einhverjir molar í skúffunni þinni sem þú veist af!!
Einhver í vinnunni kom með köku. Það eru alltaf einhverjir sem eiga afmæli á stórum vinnustað og það þarf ekki alltaf að fara í röðina til að fá sér kökusneið af því að klukkan segir það. Farðu líka eftir því hvort þú sért virkilega svöng. Ef þú hefur verið að fá þér klst á undan þá ertu sjálfsagt ekki svöng.
Af því að það var á tilboði eða er frítt !! Það er svo auðvelt að kaupa óhollustu vegna þess að það var ekki hægt að standast að kaupa 3 pakka af Síríus lakkrísbitum á verði tveggja. Og hver borðar svo mest af þessu heima ?
Af því það er einhver sem ýtir til þín nammipokanum og þú stenst ekki að fá þér bita. Litlu bitarnir telja líka.
Ekki þurfa alltaf að klára af diskunum. Og ekki venja þig á að klára afgangana hjá börnunum. Það fer bara sem aukakíló á þig.
Hugsaðu vel um hvers vegna þú ert að borða og þekktu þitt magamál. Að setja hungurtilfinninguna í stig og þekkja einkennin getur hjálpað þér að vera réttum megin við línuna.
Skoðaðu töfluna sem gefur þér rétta mynd af hungurtilfinningu og þekktu þína eigin. Þú vilt vera staddur á fimmunni eftir matinn.
Hungurtilfinning
1 Mjög svöng/svangur og finnur jafnvel fyrir ógleði og svima
2 Mjög svöng/svangur og orkulítil
3 Frekar svöng/svangur og farin að finna jafnvel fyrir garnagauli
4 Byrjaður/byrjuð að finna fyrir svengd
5 Líður vel, mett/ur og fín/n
6 Frekar södd/saddur en líður samt nokkuð vel
7 Of saddur/södd og farin að líða illa
8 Pakksaddur/södd og veist að þú hefur borðað of mikið
9 Allt of saddur/södd og finnur jafnvel fyrir magaverkjum
10 Svo saddur/södd að þú ert næstum því veik/ur
Gættu vel að þessu og þú finnur fljótlega hvernig þér fer að líða betur í líkamanum.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.