Góðan daginn og alltaf er nú gott að byrja mánudaginn vel með hreyfingu!
“Monday is one of my favorite days of the week. My 7th favorite.”
“The toughest activity of a week starts right from Monday morning….it is called “Waking Up”
“Why is monday so far from friday but friday so close from monday”
“If you meet people who makes you happy during Mondays, then it won’t be as hard.”
Súpereinfaldur Chiagrautur sem þú getur gert fyrir næsta mánudag
Ásdís grasalæknir lumar á mjög góðum og hollum uppskriftum. Morgunmaturinn er ávallt ein mikilvægasta máltíð dagsins og því mikilvægt að vanda sig. Þessi útgáfa af chia graut er einföld, holl og góð. Geri þetta kvöldinu áður og tekur enga stund!
Chia möndlu berjagrautur
2 msk chia fræ
1-2 dl möndlumjólk hrein
smá dash kanill
smá sjávarsalt
3 dr vanillustevía
3 msk frosin ber
Blanda öllu saman í krukku. Set frosin berin beint ofan á, loka krukkunni og inn í ísskáp og tilbúið! Borða beint úr krukku!
Hægt að taka með og henda bara í veskið ef þú ert á mikilli hraðferð!
Verði þér að góðu, bæði í líkama og sál!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.