Góðan daginn og hvað er betra en að byrja vikuna á að hreyfa sig ? Vonandi hefur helgin verið góð og þið haft hugann við að komast í enn betra form.
Það er áhugavert að gera sér grein fyrir hvaða fæðutegundir eru hollari en aðrar.
Við heyrum talað um súperfæði (ofurfæðu) en það er fæða sem er næringarrík og gefur okkur gott eldsneyti fyrir líkamann.
Súperfæða eflir ofnæmiskerfið okkar, hjálpar meltingarkerfinu okkar að vinna betur, inniheldur mikið af andoxunarefnum og hjálpar þannig við að efla okkur gegn ýmsum sjúkdómum s.s. hjarta-, sykursýki, sumar tegundir af krabbameini og fleira. Súperfæða er umfram allt hrein fæða en það er einmitt sem við viljum mest hafa af.
Listinn hér gæti verið lengri en við sjáumst að þessar hollu fæðutegundir eru margar algengar fyrir okkur og auðvelt að nálgast þær. Með þennan valmöguleika þá sjáum við að auðvelt er að fylgja því að borða mjög hollan mat. Enn betra er að hafa fjölbreytni og vera dugleg að prófa eitthvað nýtt og spennandi!
Grænmeti
Aspas, avocado, baunir, paprika, spergilkál, rósakál, hvítkál, gulrætur, blómkál, gúrkur, eggaldin,
hvítlaukur, grænar baunir, grænkál, laukur, portobello sveppir, kartöflur, romaine salat, spínat, sætar kartöflur, tómatar, næpur.
Kalsíumrík fæða
Möndlumjólk, ostur, fituskertur, kotasæla, undanrenna, appelsínusafi, kalsíumbættur, rísmjólk,
sojamjólk, fituskert jógúrt.
Ávextir
Epli, apríkósur, bananar, svartar ólífur, bláber, kirsuber, trönuber, fíkjur, grape, vínber, hunangs melónur, kiwi,sítrónur, lime, nektarínur, appelsínur,papaya, ferskjur, perur, ananas, plómur, rúsínur, hindber, jarðarber, vatnsmelónur.
Kornfæða
Bygg, hýðishrísgrjón, bókhveiti, bulgur,jasmine, hrísgrjón, hirsi, hafrar, quinoa, rye, spelt, rúghveiti, heilhveiti, pasta, villt hrísgrjón.
Prótein
Möndlur, fitusnyrt nautakjöt, svartur baunir, cashews hnetur, kjúklingur (skinnlaus), kjúklingabaunir, eggja hvítur, egg, fiskur, lax olíur (flaxseed), garbanzo baunir, hamp fræ, hummus, nýrna baunir, linsubaunir, miso, hnetur, hnetusmjör náttúrulegt, hnetur, pinto baunir, svínakjöt (fitusnyrt), grasker fræ, lax, niðursoðinn eða ferskur, sjávarréttir, sesam fræ, sojabaunir, sólblómafræ, tahini, tofu, túnfiskur, niðursoðinn eða ferskur, kalkúnakjöt, grænmetis, hamborgari, valhnetur, villibráð, fitusnyrt.
Ýmislegt
Canola olíur, dökkt súkkulaði, grænt te, ólífuolía.
Lúxus hafragrautur fyrir tvo:
-2 dl tröllahafrar
-6 dl vatn
-2 tsk chia fræ
-Smá sjávarsalt
-Kanill eftir smekk
-6 dl vatn
-2 tsk chia fræ
-Smá sjávarsalt
-Kanill eftir smekk
Hafrar, chia fræ og vatn sett saman í pott. Stillið á hæsta hita og bíðið eftir að suðan kemur upp.Slökkvið næst undir og byrjið að hræra í grautnum. Stundum er gott að taka pottinn af hellunni og lengja þannig eldunartímann ef þið eruð t.d. að gera græna drykkinn. Hrærið í grautnum þar til hafrarnir og fræin hafa tekið mest allt vatnið í sig.
Chia fræin eru mjög næringarrík og gefa grautnum skemmtilega og góða áferð. Kryddið grautinn með kanil eftir smekk og skiptið honum í tvær skálar eða nestisbox. Í annað box er gott að setja fræblöndu (fræ, kókosflögur og gojiber) til að setja út á.
Njótið og notið endilega listann í næstu innkaupaferð!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.