Það er gríðarlega mikið framboð af líkamsrækt á Íslandi og erum við dugleg að kynna okkur það nýjasta og prófa okkur áfram.
Það mikilvægasta sem þú gerir samt sem áður er að finna líkamsrækt sem hentar ÞÉR og engum öðrum.
Ef þér finnst hundleiðinlegt að hlaupa, ekki pína þig áfram í hlaupi ef þér finnst þú ekkert vera að fá neitt út úr því og síðan öfugt. Persónulega er ég algjört nörd þegar kemur að líkamsrækt og finnst flest öll hreyfing og annað tengt henni bráðskemmtileg, er frekar í vandræðum með að kötta niður hreyfingu heldur en að finna mér eitthvað við hæfi.
Ef þú ert að taka þín fyrstu skref inn á líkamsræktarstöð vertu þá dugleg að prófa allskonar tíma, farðu líka á hlaupabrettið, prufaðu að lyfta og fleira, kannski hentar þér best að synda?
Ef þú ætlar þér að ná árangri og líða vel þá er þetta gullna reglan:
“Líkamsrækt við hæfi, alla ævi”, ef þú hefur ekki gaman af því sem þú ert að gera þá endar það með því að þú nennir þessu ekki lengur og gefst upp.”
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig