Lífrænt epla edik er eitt best falda leyndarmál náttúrunnar, alveg stútfullt af acidophilus (góðu gerlarnir) sem hjálpa okkur að koma þarmaflórunni í jafnvægi.
Og þegar flóran er í góðu jafnvægi og rétt ‘sýrustig’ á öllu þá eru minni líkur á að við fáum kvilla eins og:
-sveppasýking
u
-síþreytu og slen
-áblástur eða frunsu
-flensu og kvef
-meltingartruflanir
-exem eða útbrot
-vanlíðan
-svefnleysi
Eplaedik er því bæði hreinsandi og styrkjandi og sögur eru um að Hippocrates faðir læknisfræðinnar hafi meðhöndlað sjúklinga sína með eplaediki vegna hreinsandi, bakteríudrepandi og læknandi áhrifa þess.
Næsta skref er að kaupa sér flösku í næstu búð en lífræna epla edikið hér á myndinni fæst í Krónunnni, Heilsuhúsunum, Fjarðarkaupum og Lifandi Markaði.
Eplaedik hefur jafnframt mjög góð áhrif á hárið en þá byrjarðu á að þvo hárið vel upp úr sjampó og skolar vel, svo blandarðu u.þ.b. 20 ml af lífrænu eplaediki í 60 ml af vatni, hellir blöndunni yfir hárið og nuddar vel svo að hún dreifi sér.
Bíddu með þetta í hárinu í sirka fimm mínútur og skolaðu svo vel úr. Settu næringu í hárið að lokum.
Þetta jafnar ph gildið í hárinu og hefur strax sýnilega jákvæð áhrif.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.