Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 18.ágúst næstkomandi á Menningarnótt í Reykjavík og undirrituð er búin að skrá sig í hálfmaraþon eða 21,1 km.
Ég hef ákveðið að deila reynslu minni fyrir hlaupið með lesendum pjattsins og mun fara yfir ýmislegt sem þarf að huga að í sambandi við unirbúning fyrir hlaup sem þetta.
Ég hef verið í íþróttum síðan ég var barn og stunda reglulega líkamsrækt, borða hollan mat og reyni að lifa heilbrigðu líferni ásamt því að vera tveggja barna móðir, eiginkona, nemi og svo margt, margt fleira.
Við vitum það öll að áfengi og íþróttir eiga enga samleið ef þú vilt ná árangri og þess vegna hef ég tekið þá ákvörðum að hætta að drekka fram að hlaupinu. Ég drekk reyndar rosalega sjaldan og mér finnst það eiginlega algjör synd að fá mér áfengi á meðan á undirbúningnum stendur því að ég ætla mér að komast í frábært form í leiðinni og ögra sjálfri mér svolítið. Ég rakst á flotta grein inná 6h.is um áfengi og íþróttir og má lesa hana hér.
Ég vona að þú hafir gaman af því að fylgjast með undirbúningi mínum fyrir hlaupið og hlakka til að deila minni reynslu með þér.
Og ef þig langar líka til að hlaupa á Menningarnótt í sumar þá getur þú skráð þig og fengið nánari upplýsingar um hlaupið hér.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig