Þá er komið að því, prófin búin og engar afsakanir lengur, núna er mikilvægt að byrja undirbúninginn líkamlega eftir langan andlegan undirbúning.
Ég ákvað að kíkja á smá ball um helgina síðustu og barðist við sjálfa mig í huganum hvort ég ætti að fá mér bara eitt hvítvínsglas-sem hefði líklegast endað með fleirum en ég hugsaði með mér ef ég ætla að ná árangri og standa við það sem ég var búin að birta á netinu (fyrir alheiminum) þá þýddi ekkert að vera með svona hugsanir.
Daginn eftir var ég gríðarlega fersk og ánægð með sjálfa mig! Þetta var ekkert mál og yndislegt að vera laus við þynnku og vesen sem fylgir henni daginn eftir- hress og fersk og tilbúin í hreyfingu dagsins.
Engin afsökun
Til að gulltryggja það að ég hefði enga afsökun til þess að fara ekki út að hlaupa hef ég ákveðið að fá mér hlaupakerru. Þetta þýðir að ef ég hef ekki pössun þá skelli ég guttanum í kerru og hleyp eins og enginn sé morgundagurinn með barnið brunandi fyrir framan mig. Ég mun vera klikkaða konan sem verður á hlaupum út um allan bæ í allt sumar.
Lagalistinn
Eftir prófin hófst tiltekt í Ipod græjunni og fann ég 10 lög sem koma mér í gegnum 5 km. Ég er algjör alæta á tónlist og finnst mér mjög gaman af pop/hip hop og ýmsum lögum sem gelgjurnar hlusta á (nema kannski Justin Bieber og One Direction). Síðustu lögin eru í rólegri kantinum til að hlusta á meðan teygt er á kroppnum eftir átökin, hér fyrir neðan getur þú séð lagalistann sem ég ætla að byrja með.
1. Give Me Everything – Pitbull (feat. Ne-Yo, Afrojack & Nayer)
2. Party Rock Anthem – LFMAO
3. Dance Again – Jennifer Lopez ft Pitbull
4. Young – Tulisa
5. Rain Over Me – Pitbull (feat. Marc Anthony)
6. Stronger (What Doesn’t Kill You) – Kelly Clarkson
7. Domino – Jessie J
8. Call Me Maybe – Carly Rae Jepsen
9. We Are Young – Fun (feat Janelle Monáe)
10. Paradise – Coldplay
Lögin munu án efa breytast með vikunum og fáið þið að fylgjast með því.
Framhald….
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig