Þá er þessari prófvertíð senn að ljúka og er því vel við hæfi að fara að byrja að skipuleggja sig fyrir sumarið þar sem rútínan fer gersamlega úr skorðum á meðan að prófin standa yfir.
Maður sefur og borðar óreglulega og fórnar því að hreyfa sig. Situr inni og les í staðinn, oftar en ekki með kaffibolla eða einhverja óhollustu til þess að halda sér á tánum við lesturinn.
Ég verð að vinna á kvöldin í sumar og vaktirnar þannig að ég þarf að skipuleggja vinnudagana ansi vel til að koma hreyfingu inn. Er heima með einn 15 mánaða gutta og síðan fer leikskólinn hjá eldri stráknum í fimm vikna sumarfrí í júlí. Góða skipulagið er jú nauðsynlegt því undirrituð er ekkert að skafa af því, er ansi ýkt þegar kemur að hreyfingu. Vil helst fara sex sinnum í viku í ræktina, eða út að hlaupa, og finnst ég stundum vera að svindla ef ég tek mér þennan eina frídag. Þrátt fyrir að vita vel að það er nauðsynlegt að taka sér frídag og leyfa kroppnum að fá sitt frí og jafna sig.
Markmið…
Ég setti mér markmið fyrir sumarið að vera komin í ákveðinn kílóafjölda áður en ég færi að undirbúa fyrir hlaupið og hefur tekist það með mikilli vinnu í mataræðinu og hreyfingu (þetta er eitthvað sem ÉG ákvað fyrir sjálfa mig og enginn annar).
Til að ná þessu setta markmiði hef ég verið að lyfta ásamt því að hlaupa á bretti og hjóla en þetta hefur allt setið á hakanum undarfarnar þrjár vikur vegna prófa og nú er svo komið að ég er hreinlega með firðing í magann af spenningi að fara að byrja aftur að hlaupa og lyfta.
Rólegan æsing…
… En þar sem ég hef ekki hreyft mig í dágóðan tíma mun ég byrja hægt og rólega. Ætla að hlaupa 5 km fyrstu vikuna -Reyni að hlaupa fjórum sinnum og lyfta tvisvar til þrisvar sinnum í næstu viku þar sem síðasta prófið er á mánudaginn.
Lagalisti og hlaupaleið eru í vinnslu en lagalistann ætla ég að setja inn fljótlega.
Framhald….
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig