Að gefnu tilefni vil ég koma inn á þessa umræðu um sílíkon brjóst. Mér þykja margar ungar stelpur hafa misskilið algjörlega hvað kynþokki er í raun og halda að þær þurfi að líta úr eins og upplásnar hollývúddpíur til að vera kynþokkafullar.
Kynþokki er samvirkun margra þátta; útlit, útgeislun og sjálfstraust spila þar saman.
Ég á fjölbreyttan vinahóp, stelpur af öllum stærðum og gerðum, með lítil brjóst, venjuleg og stór, sílíkon og án sílíkons en það er ekki að sjá að brjóstastærð hafi nokkuð með það að gera hvort þær séu kynþokkafullar og höfði til karlmanna. Það hefur hinsvegar mikið með persónuleika og sjálfstraust þeirra að gera.
Ég hef því miður of oft séð misheppnaðar brjóstastækkunar aðgerðir. Um daginn hitti ég tvítuga granna stelpu með voða skrítna brjóstaskoru, ég hafði séð svona brjóstaskoru áður, á myndum af Tori Spelling! Stuttu seinna sá ég fallega unga móður í sundi, falleg að öllu leiti fyrir utan fyllingarnar sem hengu í tómum húðpokum niður á maga.
Mér finnst vanta svo mikið upp á að fræða stelpur áður en þær taka það skref að fara í brjóstastækkun, fyrir utan allt sem getur farið úrskeiðis þá er í raun hugsunarleysi að fara í þessa aðgerð áður en þú eignast börn.
Við barnsburð og brjóstagjöf stækka brjóstin mikið en eftir brjóstagjöf tæmast þau og minnka aftur. Ef þú ert með fyllingar þá er mjög algengt að þær hangi eins og bolti í tómum poka eftir að brjóstagjöf líkur. Það er ekki fallegt og það þarf aðgerð til að laga það og stundum er það ekki einu sinni hægt.
Pamela Anderson, Tori Spelling og Jenna Jameson hafa aðgang að bestu lýtalæknum heims en þeim hefur ekki tekist að laga brjóstin þeirra. Victoria Beckham var sömuleiðis furðuleg með sílíkon og lét taka fyllingarnar úr, hún er mikið flottari án þeirra.
Að fara í brjóstastækkun er heilmikil ákvörðun og lýtalæknar fræða stelpur um læknisfræðilegar áhættur þess að fara í brjóstastækkun en minnast ekki á þetta:
- Hvort langar þig í kærasta sem hrífst af þér vegna brjóstaskoru eða persónuleika?
- Viltu eiga á hættu að brjóstin eyðileggist þegar þið eignist börn?
- Finnst þér Kate Moss, Keira Knightley, Paris Hilton, Kate Hudson og Gwen Stefani ekki flottar?
- Hefur þú efni á að skipta um fyllingar á tíu ára fresti?
Ég er ekki hissa hversu algengar sílíkon-aðgerðir eru miðað við fyrirmyndirnar í dag en það þarf að fræða ungar konur um áhætturnar og skoða vel af hvaða ástæðum þær vilja fara í þessa aðgerð.
Mun þeim í alvöru líða betur eftir aðgerðina eða er hægt að hjálpa þeim að vera sáttar við sig, sjálfsöruggar og kynþokkafullar án aðgerðar?
[poll id=”26″]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.