Kryddaður Krapi drykkurinn upp úr bókinni Heilsudrykkir er svalandi og góður.
Þegar ég var að fletta í gegnum bókina Heilsudrykkir rak ég augun í drykk sem freistaði mín. Kryddaður Krapi með möndlumjólk, ananas, jarðarberjum og múskati.
Þar sem ég átti ekki frosinn ananas notaði ég í staðinn ferskan sem gerði það að verkum að drykkurinn væntanlega ekki eins krapaður og hann átti að vera, en kryddaður var hann og góður.
Hér er uppskriftin ef þig langar til að prófa.
2 dl möndlumjólk
1 dl ananasbitar, frosnir
1 dl jarðarber, frosin
1/4 tsk múskat
Setti allt í blandarann, á fulla ferð og bar svo fram í glasi á fæti.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.