Ég veit að mjög margar konur eru hræddar við að lyfta lóðum í ræktinni (eða stunda styrktaræfingar) og kjósa frekar að hlaupa og svitna eins mikið og þær geta í staðinn.
Ég var allavega þannig sjálf og vildi helst ekkert lyfta…svo ég yrði nú ekki of mössuð og breið…
En ég hef komist af því að það er alveg svakalega erfitt fyrir konur að verða ‘massaðar’ og stórar og það er ekki eitthvað sem gerist óvart úf af því að þú byrjaðir að lyfta annað slagið í rætinni.
Hins vegar eru lyftingar alveg nauðsynlegar til að fá tónaðan og stinnan líkama sem er eftirsóknavert hjá flestum.
Fyrir utan útlitslegu kostina þá eru hér fyrir neðan til viðbótar nokkrir kostir þess að lyfta lóðum og stunda styrkaræfingar reglulega.
Aukinn styrkur
Að sjálfsögðu! Hver vill ekki hafa meiri styrk í líkamanum?
Rannsóknir hafa leitt í ljós að léttar styrkaræfingar stundaðar reglulega geta aukið líkamlegan styrk kvenna um 30-50%! Þá verður miklu auðveldara að bera innkaupapokana inn úr bílnum.
Minni líkur á beinþynningu
Beinþynning er frekar algeng meðal kvenna sem komar eru yfir fimmtugt. Styrktarþjálfun er sögð minnka líkurnar á beinþynningu. Sterk bein? Já takk!!
Minni líkamsfita
Grunnbrennsla líkamans eykst með styrktarþjálfun. Fyrir hvert kíló af vöðvum sem þú færð þá ferðu að brenna um það bil 70-100 fleiri kaloríum yfir daginn. Sem sagt meiri vöðvar=>hærri grunnbrennsla=>minni fita. Og mundu, vöðvar eru þyngri en fita, þannig að það er alveg eðlilegt að þyngjast á vigtinni en að vera samt að missa sentimetra af bumbunni.
Minni líkur á meiðslum
Segir sig sjálft, sterkari og heilbrigðari líkami þolir meira!
Fallega mótaður líkami
Já maður getur mótað líkamann með lóðum! Hver vill ekki ‘tónaða’ og flotta handleggi og hinn margrómaða kúlurass?
Þetta eru aðeins nokkur atriði. Til viðbótar má nefna minna þunglyndi, minni líkur á sykursýki og hjartveiki, minni bakverki og betri frammistaða í öllum öðrum íþróttum.
Til að fá tölfræðina beint í æð kíktu þá á upprunalegu greinina HÉR !
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.