Læknirinn mælir með því að konur eigi að leggjast beint á sófann þegar þær koma heim eftir vinnu.
Þú gerir það samt ekki, er það nokkuð?
Flestar konur fara beint í uppvaskið, setja í vél, ganga frá þvotti, elda, segja krökkum að læra…
En við eigum alls ekki að gera þetta. Við eigum að LEGGJAST Á SÓFANN!
Á danska vefnum Dagens.dk greinir frá því að ný rannsókn frá Árósarháskóla hafi leitt í ljós að konum beri að leggja sig beint eftir vinnu, við erum bara allt of tens og þurfum að reyna að slaka svolítið meira á, – eins og strákarnir gera.
Konur mikið stressaðari
Í rannsókninni voru teknar þvagprufur af bæði konum og körlum þegar þau komu heim eftir vinnudaginn og niðurstaðan sýndi að karlarnir slökuðu á um leið og þeir lokuðu útidyrunum á eftir sér en konur voru með stresshormónin hátt uppi til sirka tíu eða ellefu á kvöldin.
Til að stemma stigu við þessu og bæta bæði andlega og líkamlega heilsu er okkur konum talið hollast að leggjast bara beint í sófann og hvíla okkur í svona tuttugu mínútur að minnsta kosti áður en lengra en haldið.
Allt of mikið í heimilsstörfum miðað við karla
Fræðimaðurinn sem stóð að rannsókninni (heitir Ane Marie Thulstrup) segir að um 80% fleiri kvenna en karla glími við stressvandamál. Skýringin liggi í því að konur taka frekar á sig ábyrgð við tiltekt, eldamennsku og annað sem snýr að rekstri heimilisins. Hún segir niðurstöður sínar hafa leitt í ljós að konur eyði um 243 mínútum í heimilisstörf á dag en karlar aðeins 186. Jafnvel þó bæði vinni jafn mikið að heiman.
Svo stelpur – beint í sófann að leggja sig! Ekkert rugl.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.