Heilsufæði – Titillinn fékk þig kannski til að andvarpa?
Margir vilja stundum halda því fram að matur sem flokkast sem heilsufæði sé ekkert sérlega spennandi og jafnvel ekki svo bragðgóður.
Nú er sú sem þetta skrifar starfandi heilaskurðlæknir og næringarfræðingur, heilsuþerapisti, íþróttafræðingur, sjúkraþjálfari, fitnesskeppandi og ljóðskáld. Og leigubílsstjóri. Sem fagmanneskja get ég fullvissað þig um að heilsumatur, hollur matur, heilsufæði – sama hvað þú villt kalla það getur bæði verið ótrúlega bragðgóður og æsispennandi.
Sönnunargagn nr. 1: Kókosmjólkurhristingur með súkkulaðisveiflu.
Í þessum einfalda hristing er:
- 2 dl. Kokoa kókosmjólk ( laktósafrí)
- 1,5 tsk. Raw Cocoa Powder (sykurlaust kakó)
- 1 tsk. Pulsin Whey Prótein
- 1 tsk. Raw Cocoa Nibbs
- Handfylli af klökum
Öllu þessu er skellt saman í blandara, fyrir utan kakó nibburnar sem er bætt við eftir á. Þessi hristingur er reglulega góður enda er kókos- og súkkulaðibragð ein besta blanda sem til er. Ef stækka á máltíðina er hægt að bæta við 1 tsk. af möndlu-eða hnetusmjöri og banana.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.