Á sumrin verðum við kannski stundum værukærari með mataræðið en mikilvægt að hafa hugann réttu megin og njóta þess á réttan hátt.
Það er notalegt að sitja úti með hvítvín eða rauðvín og allt í hófi er gott fyrir okkur.
En er rauðvín t.d. gott fyrir hjartað ?
Rannsóknir hafa leitt í ljós að hófleg drykkja rauðvíns, eða eitt glas á dag fyrir konur og tvö glös á dag fyrir karla, minnkar hættu á hjartaáfalli á miðjum aldri um 30 til 50 prósent.
Einnig bendir ýmislegt til þess að rauðvínsdrykkja minnki hættu á að þeir sem þegar hafa fengið hjartaáfall fái það aftur. Þá hefur verið sýnt fram á að rauðvín kunni að auka hlut svokallaðs góðs kólesteróls í blóðinu á kostnað slæms kólesteróls. Meðaltíðni hjartaáfalla hjá Miðjarðarhafsþjóðum hefur einmitt reynst óvenju lág.
Þetta þýðir þó alls ekki sjálfkrafa að ráðlegt sé að byrja að drekka meira vín til þess að ná betri heilsu – þó það væri sannarlega skemmtileg blanda. Mikil áfengisdrykkja getur nefninlega leitt til þyngdaraukningar auk þess sem vissar rannsóknir hafa bent til þess að tengsl séu á milli áfengisdrykkju og hættu á krabbameini.
Regluleg hreyfing og neysla á vínberjum og öðrum ávöxtum og grænmeti gerir allt það gagn sem rauðvín er talið geta gert en ekkert ógagn. Svot þarf líka að minna á að hitaeiningamagn í áfengi er mikið:
- Stór Bjór, ljós – 234 kkal
- Stór Bjór, dökkur – 215 kkal
- Hvítvínsglas, 175ml, sætt – 130 kkal
- Hvítvínsglas, 175ml, þurrt – 116 kkal
- Rauðvínsglas, 175ml – 119 kkal
Þetta er eins og sæta kakan þar sem litla sneiðin er langbest á bragðið. Fyrsta glasið er miklu betra á bragðið en það næsta 😉
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.