Ertu ein eða einn af þeim sem drekkur mikið kaffi ? Kaffi er alltaf umdeilt hvort það sé okkur mjög óhollt eður ei en samkvæmt þessum pistli er allt gott í hófi, spurning hvort við drekkum of mikið.
Drekkur þú of mikið kaffi og eða gosdrykki með koffeini? Kaffi nota margir til að vakna og eru ekki komnir í gang fyrr en fyrsti bollinn er búinn.
Fyrir flesta fullorðna eru 200-300 mg af koffeini dagsskammturinn sem samsvarar 2-4 bollum af kaffi. Koffein mælist líka í gosdrykkjum, 30-40 mg af koffeini í dós. Þrátt fyrir að meðal kaffineysla skaði okkur ekki þá getur of mikil kaffineysla, 500-600 mg af koffeini á dag valdið:
Þeir sem drekka aldrei kaffi geta fundið fyrir þessum einkennum ef þeir fá sér kaffi því líkaminn er ekki vanur kaffi.
Þeir sem ná ekki góðum nætursvefni má rekja til vegna kaffidrykkju sem hefur áhrif á svefninn, þú losar frekar svefninn og nærð ekki þessum 7-8 tímum sem allir vilja. Þú færð þér kaffi á daginn til að halda þér vakandi og einbeitningunni í lagi. Þetta verður hringrás sem erfitt getur verið að stoppa.
Sum lyf hafa áhrif á kaffið og veldur því að áhrifin verða enn sterkari. T.d. saklaus sólhattur við kvefi.
Þetta er tilefni til þess að við hugsum okkur um hvort við viljum minnka kaffi- og gosdrykkju okkar. Við getum fengið fráhvarfseinkenni eins og höfuðverk, pirring og taugastress. Þessi einkenni vara stutt og auðvelt að þola þau í nokkra daga.
Til að breyta kaffivenjum væri t.d. hægt:
Best að skrá niður hve marga bolla þú drekkur á dag og oft hægt að minnka strax án þess þú finnir fyrir því. Kaffi og gos er líka mikill vani hjá okkur.
- Skera niður rólega. Minnka um einn bolla eða eina gosdós.
- Gott að hafa minni bollastærð.
- Hætta að drekka kaffi eftir kl. 18:00.
- Velja koffeinlaust kaffi.
- Prófa nýjar tetegundir sem innihalda ekki koffein.
- Gera vatnið girnilegra með myntu, sítrónu, lime og appelsínu t.d. og bæta sódavatni út í.
Kaffi er orðin dagleg rútína hjá fólki og sé þess neytt í hófi hefur það ekki áhrif á heilsuna en mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað koffein getur gert.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.