Ertu alltaf þreytt/ur eftir vinnudaginn kemur heim, soltin eins og úlfur og hreinlega rífur í þig allt sem þú finnur í ísskápnum, eða kaupir skyndibita á leiðinni heim því þú nennir hvort eð er ekki að elda og ert síðan sínartandi í nammi og kex það sem eftir er kvöldsins?
Og aukakílóin þau hverfa ekki, nei, nei.. þau sitja sem fastast sem fer í skapið á þér og þú ert hundóánægð með sjálfa þig, borðar meira og dottin í hálfgerðan vítahring. Kannastu við þetta?
Ef þú ert að leita að breytingum mæli ég með að þú prófir Ginger í Síðumúla. Ef þú vilt hollan snæðing í hádeginu, gott kaffi eða léttan kvöldsnæðing… og matarpakkarnir eru tær snilld og vefjurnar mmmm… eitt af mínu uppáhalds á matseðlinum.
Ginger er að verða mjög vinsæll staður og því ansi mikil traffík í hádeginu. Starfsfólkið er kurteist og lipurt í afgreiðslunni og því gaman að koma. Hægt er að velja sér rétt af matseðli og borða á staðnum en matarpakkana þarf að panta með dags fyrirvara.
Ég prófaði matarpakkann í eina viku og mitt mat er að þessir matarpakkar eru ekkert annað en dekur fyrir bragðlaukana og mig sjálfa líka því ég hreinlega slapp við að kaupa í matinn og þurfti þarafleiðandi ekkert að elda -fékk aukafrítíma í heila viku frá innkaupum og matreiðslu.
Nonni eldaði og matarpakkinn dugði mér allan daginn með vatnsglösum. Einnig fann ég stórbreytingu á húðinni, maginn varð sléttari og ég fann fyrir meiri orku yfir daginn.
Hvort sem þú ákveður að prófa eitthvað af matseðlinum eða matarpakka, þá er þetta sannarlega þess virði! Ég er orðin meðvitaðri um hvað ég set ofan í mig og núna hugsa ég mig tvisvar um hvað það er sem ég er að borða.
Og hvernig virka matarpakkarnir?
Ég sótti matarpokann minn á morgnana áður en ég fór í ræktina og með matarpökkunum þá gleymdi ég aldrei að borða yfir daginn (eitthvað sem ég er mjög gjörn á).
Heilsupokinn frá Ginger er alltaf fjölbreyttur og það er aldrei það sama í matinn. Ég hlakkaði til að sækja pakkann minn morguninn eftir, algert æði.
Tökum smá dæmi af einum degi:
Morgunmatur: Hafragrautur með múslíblöndu, súkkulaðipróteini og ferskum perum.
Millisnakk: Blandaðir ferskir ávextir.
Hádegi: Bókhveitinúðlur með kjúkling, grænmeti og engifer, 1 stk banani og ferskur appelsínusafi.
Millisnakk: Original hafrafitness.
Kvöldmatur: Grænmetisvefja.
Það er kokkurinn Nonni sem á og rekur Ginger. Þar útbýr Nonni matinn á staðnum en hann er einnig einkaþjálfari og starfaði lengi vel á veitngastaðnum Hornið.
Fyrirmyndin hans að Ginger er hinsvegar komin erlendis frá, af vinsælum matsölustöðum eins og EAT og einnig PRET A MANGER
Ef þú hefur áhuga á að skoða matseðilinn á smelltu þá á ginger.is til að fá frekari upplýsingar.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.