Hveitigras er í hugum margra allra meina bót og glas af hveitigrasi á dag kemur skapinu í lag.
Margir hafa þá trú að með því að drekka safann af hveitigrasi getum við hreinsað lifur og lagað sitt lítið af hverju, meðal annars bólur og komið í veg fyrir að hárið gráni – við seljum það þó ekki dýrar en við keyptum það.
Á heimasíðunni heilsubót má finna ýmsar upplýsingar um hveitigras sem við látum fljóta með hér:
HVEITIGRAS
- gefur orku og dregur úr þreytu.
- blaðgrænan sem er til staðar í safanum kemur jafnvægi á matarlist með því að jafna blóðsykurinn í blóði.
- bætir efnaskipti líkamans.
- bætir meltingu.
- er blóðaukandi, kemur jafnvægi á vandamál tengd blóði og lækkar blóðþrýsting.
- er bakteríudrepandi og hjálpar til við að hreinsa lifrina.
- dregur úr líkum á tannskemmdum.
- safinn er góður við skinn vandamálum, unglingabólum og dregur úr örum eftir unglingabólur.
- minnkar flösu.
- styður við ónæmiskerfið, róar taugakerfið og kemur jafnvægi á meltingarvandamál.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.