Appelsínuhúð eða cellulite er eitthvað sem flestar konur myndu óska að væri ekki til. Þessi ‘kotasæla’ leggst aðallega á rass og læri en sést líka stundum á kvið, handleggjum og kálfum. Cellulite er sýnileg undir húð, fitufrumur sem þrýsta á húðina.
Cellulite fylgir ekki bara fólki í yfirþyngd. Í flestum tilfellum erfist þetta og fátt sem við getum breytt þar um. Karlmenn geta líka haft cellulite en í minna mæli þar sem munur er á uppbyggingu húðar og fitufruma.
En þar sem cellulite er fita þá getur þyngdartap haft áhrif. Þolþjálfun brennir fitu yfir allan líkamann og stuðlar þannig að breytingu á líkamanum. Styrktarþjálfun er nauðsynleg fyrir líkamann og stuðlar að þyngdartapi en æfingar fyrir sérsvæði hafa yfirleitt ekki afgerandi árangur á cellulite.
Því miður er ekki alltaf árangur á cellulite með æfingum og þyngdartapi en við sjáum samt alltaf einhvern mun á húðinni. Þar sem cellulite er mest háð erfðum, kyni og hormónum þá er erfitt að ráða við hana.
Krem, meðferðir, nuddtækni og aðrar lausnir sem eru auglýstar geta ekki látið cellulite hverfa. Nuddið hefur þó mjög góð áhrif á sogæðakerfið okkar sem hefur síðan áhrif á húðina sem kemur hreyfingu á millifrumuvökvann sem hefur ekki náð að hreinsa sig nægilega. Þurrburstun er líka mjög hreinsandi fyrir húðina og vel þess virði að bursta sig daglega.
En cellulite er alltaf til staðar og meira að segja stjörnurnar hafa cellulite sem lætur okkur reyndar líða aðeins betur með þetta.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.