Fyrir nokkrum dögum hóf ég átak sem byggist á því að GERA ALLT RÉTT. Hljómar rosalega ekki satt? Jú… en er ekki eins erfitt og maður myndi halda.
Átakið byggist á því að fylgja þessum heilræðum sem manni er sagt að séu góð fyrir heilsuna að lágmarki 80%.
Ég ætla að:
1. Borða hollan mat daglega
2. Taka vítamín daglega
3. Stunda líkamsrækt 5-6 sinnum í viku
4. Muna að drekka vatn 8 glös á dag
5. Fá nægan svefn, eða 7.5-8 tíma á hverri nóttu
6. Passa og næra húðina, nota krem og maska samviskusamlega
7. Lesa uppbyggilegar bækur
Líklegast vantar inn í þetta slökun og hugleiðslu en hún verður að bætast við ef ég finn tíma á næstunni.
JÁ – HVAÐ GERIST EF MAÐUR GERIR ALLT RÉTT?
Segja má að átakið hafi byrjað fyrir þremur vikum þegar ég gerði breytingar á mataræðinu og hóf að stunda líkamsrækt. Á þessum þrem vikum hef ég misst um eitt kíló af fitu og aukið vöðvamassann – misst alls 12 sentimetra í ummáli af líkamanum! Mjög skemmtilegt. Núna á ég sirka þrjú kíló eftir en ég stefni á að vera komin í toppform fyrir jólin.
Auðvitað hef ég oft, eins og allir, farið inn og út af líkamsræktarstöðvunum, rokkað til á vigtinni og bætt á mig á sumrin og yfir jólin. Ég fer yfirleitt of seint að sofa, man ekki að drekka vatn, tek vítamínin stopult, er duglegri að þrífa húðina á kvöldin en morgnanna og gleymi að nota maska. Nú svo les maður vitleysu á netinu í stað þess að fara í bólið og lesa uppbyggilegar bækur sem bæta mig sem manneskju. Og þá kviknar auðvitað spurningin um hvernig áhrif það hafi að gera þetta allt eftir bókinni. Á ég eftir að finna muninn? Hvað gerist? Verður þetta allt annað líf?
Mig langar að skrifa um þetta allsherjarátak hér á síðunni og leyfa lesendum að fylgjast með framvindunni.
Ég ætla að skrifa um hvern lið fyrir sig og byrja á morgun með því að birta færslu um mataræðið og hollustuna. Í mörg ár hef ég sankað að mér upplýsingum úr ýmsum áttum og var m.a. grænmetisæta í um tíu ára skeið. Ég á líka góða að sem fræða mig óspart um hollustuna svo það verður gaman að deila þessu með lesendum PJATTRÓFANNA.
Sharing is caring eins og við segjum. 🙂
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.