Heilsudrykkur sem losar þig við bjúg og bólgur – Þú finnur strax mun!

Heilsudrykkur sem losar þig við bjúg og bólgur – Þú finnur strax mun!

Auður Ingibjörg Konráðsdóttir

Eftir hátíðir og veislur er skynsamlegt að hreinsa líkamann, svona eins langt og það nær.

Í bókinni HEILSUDRYKKIR eftir Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur er að finna flottar uppskriftir að drykkjum sem bæði losa líkamann við bjúg eftir allt hangikjötið og hamborgarhryggina, en ræsa líka meltinguna og gera líkamanum gott.

“Drykkurinn Dögun fæddist þegar allt heimilisfólkið lá í flensu. Ég skreiddist á fætur og fram í eldhús í leit að einhverri hreinsandi og hollri fæðu. Það sem fannst í ísskápnum reyndist vera hráefnið í þennan drykk. Það eru engar ýkjur þegar ég segi ykkur, að hann rétti okkur af og átti stóran þátt í skjótum bata,” segir Auður Ingibjörg en í drykknum er að finna bæði vatnsmelónu, engifer og myntu:

“Vatnsmelóna er afar hreinsandi. Hún er bólgueyðandi og getur slegið á einkenni af astma, sykursýki, ristilkrabbameini og liðagigt. Vatnsmelóna er full af A- og C-vítamínum. A-vítamín er mikilvægt fyrir augun og húðina. Einnig styrkir A-vítamín frumuhimnurnar og gefur þeim raka. Það veitir öfluga vörn gegn veirusýkingum. Báðar þessar vítamíntegundir styrkja ónæmiskerfið.”

DÖGUN – hreinsandi og vatnslosandi heilsudrykkur

  • 450 g vatnsmelóna, skorin í bita
  • 2 tsk. fersk engiferrót, söxuð
  • 2 tsk. fersk minta, söxuð
  • appelsínusafi

Þeyta melónu, engifer og mintu í blandara. Hella í glas hálfa leið og fylla upp með appelsínusafa. Þannig verður drykkurinn lagskiptur og þá sést hvernig hann fékk nafnið sitt.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest