Flest börn eru treg að borða grænmeti eða annan hollan mat. Hérna koma nokkur frábær ráð til þess að koma hollum mat ofan í þau án þess að þau geri sér grein fyrir því.
Avakadó: Avakadó er frekar bragðlaust og auðvelt að smygla nokkrum sneiðum í vefju án þess að það sjáist.
Ég hef oft laumað avakadó í boost sem ég geri fyrir stelpurnar mínar, þær finna ekkert fyrir því.
Brokkolí: Þessu er hægt að bæta inní lasagna, skorið smátt niður og krakkarnir vita ekkert af þessu!
Með því að gera boost er hægt að lauma allskonar hollustu inn! Ég er með eina uppskrift sem stelpurnar mínar elska. Hér kemur innihaldið:
- Frosin hindber,
- Banani
- Óhrært AB skyr (frá Örnu)
- Goji berry duft
- Chia fræ
- Möndlumjólk (ó-sykraða=
- Smá hafrar
- Vanillu stevia.
Stundum bæti ég spínati við og það kippir sér enginn upp við það. Annað trikk er að búa til myndir á diskinn úr grænmetinu, eins og blóm, tré, skordýr eða einhverjar sniðugar fígúrur. Og með gotteríið… ég bý alltaf til ís úr Froosh-i. Með því fæ ég aldrei samviskubit þegar ég gef skvísunum ís oft í viku. 🍦
Vonandi nýtast þessi ráð þér og að matartíminn verði aðeins auðveldari fyrir vikið 😉
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður